Hjartans vinir, á sunnudaginn kl. 11:00 verðum við með beina útsendingu á facebook frá notalegri helgistund sem okkur langar að eiga með ykkur öllum nær og fjær.

Henni verður streymt hér:

http://facebook.com/frikhafn/

Litli hópurinn í helgistundinni verður þessi:
Sr. Einar, Sr. Sigurvin, Örn gítar, Gummi bassaleikari, Skarpi píanóleikari, Halla, þverflautuleikari, Áróra, söngkona og fermingarstúlka, Erna, söngkona og Svava, starfsmaður kirkjunnar og kórmeðlimur Fríkirkjukórsins les bænir.

Sá mikli snillingur Halldór Árni Sveinsson sér um upptöku og útsendinguna.