Kæra Fríkirkjufólk!

Prestar kirkjunnar vilja koma því á framfæri við safnaðarfólk að þeir eru til staðar ef á þarf að halda. Það er eðlilegt að glíma við óöryggi í þeirri óvissu sem nú ríkir og varfærni á rétt á sér.

Fríkirkjan hefur að undanförnu fellt niður fjölmennar stundir til að gæta varúðar en þjónusta kirkjunnar stendur óbreytt. Hægt er að leita eftir viðtölum í síma 5653430 eða á póstfangið prestur@frikirkja.is (Sigurvin Lárus Jónsson) og einar@frikirkja.is (Einar Eyjólfsson).

Þau sem eru að skipuleggja fermingar mega vita að kirkjan mun ekki fella niður athafnir nema komi til samkomubanns og þau sem óska þess að flytja fermingar fram til síðsumars geta að svo stöddu valið 23. ágúst. Kirkjan mun eftir bestu getu koma til móts við þarfir fjölskyldna.

Loks er rétt að hafa í huga kennslu frelsarans um kærleikann og einræður Starkaðar sem hvetja okkur til að vanda orðaval.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Úr einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson