Sunnudagaskólinn 15. mars fellur niður og áfram á meðan samkomur eru ekki heimilar (fram yfir páska).

Annað barnastarf, krílakórar og barnakórar fellur líka niður fram að páskum.

Mátun fermingarkyrtla sem fyrirhuguð var í næstu viku fellur niður.

Fyrirhugaðar voru eftirtaldar fermingar í vor:

Laugadagur 4. apríl – Fermingar kl. 11 og 13 falla niður

Pálmasunnudagur 5. – Fermingar kl. 11 og 13 falla niður

Skírdagur 9. apríl – Ferming kl. 11 fellur niður

Sumardagurinn fyrsti, 23. apríl – Fermingar þann dag eru á áætlun að óbreyttu.

Sunnudagurinn 3. maí – Fermingar þann dag eru á áætlun að óbreyttu.

Sjómannadagurinn 7.júní – Ferming kl. 11 stendur og annarri bætt við kl. 13

Allt helgihald um páska fellur niður, föstudagurinn langi og á páskadagsmorgunn.

Til að mæta þessum breytingum bjóðum við til að byrja með upp á viðbótarfermingar á:

Sjómannadaginn 7. júní, bætt við fermingu kl. 13.

Sunnudaginn 23. ágúst, kl. 11 og 13.

Sunnudaginn 30. ágúst, kl. 11 og 13.

Við munum bæta við fermingartímum eins og þörf krefur.

Allir munu fá að fermast þann dag sem þau kjósa.

Einfaldast er að senda beiðni um breytingar á prestur@frikirkja.is (Sigurvin)

Prestarnir í Hafnarfirði hafa verið í víðtæku samtali og samstarfi og munu halda því áfram.