Kæru fermingarfjölskyldur.
Velkomin í fermingarfræðslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Það er með tilhlökkun sem við horfum fram á næsta vetur og að kynnast nýjum hópi fermingarungmenna.
Kynningarfundir fyrir komandi vetur verða haldnir þriðjudaginn 1. September og miðvikudaginn 2. September nk. Við bjóðum fjölskyldum að koma saman á samveruna. Til að tryggja sóttvarnarreglur og að allir fullorðnir geti fylgt 2ja metra reglunni verðum við með 5 fundi, enda um stóran hóp að ræða.
Fundartímarnir verða eftirfarandi:
Áslandsskóli – þriðjudaginn 1. September kl. 17:00
Lækjarskóli og Hvaleyrarskóli – þriðjudaginn 1. September kl. 17:45
Hraunavallaskóli og Skarðshlíðarskóli – þriðjudaginn 1. September kl. 18:30
Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli – miðvikudaginn 2. September kl. 17:00
Setbergsskóli og skólar utan Hafnarfjarðar – miðvikudaginn 2. September kl. 17:45
Fermingarferðalög á Úlfljótsvatn verða farin með:
Áslandsskóla og Lækjarskóla
föstudaginn 4. september kl. 15.30
Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla og Skarðshlíðarskóla
föstudaginn 25. september kl. 15.30
og Setbergsskóla, Öldutúnsskóla, og Hvaleyrarskóla
laugardaginn 26. september kl. 12.00
Þau fermingarungmenni sem koma úr skólum utan Hafnarfjarðar mega velja þá dagsetningu sem hentar þeim best.
Að gefnu tilefni viljum árétta að öllum að frjálst að taka þátt í fermingarfræðslu Fríkirkjunnar og öllum er frjálst að fermast í Fríkirkjunni, óháð búsetu og trúfélagaskráningu. Þau sem hafa hug á því geta skráð sig í söfnuðinn geta gert það í gegnum Þjóðskrá. https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag
Facebookhópur fermingarstarfsins verður upplýsingaveita næsta vetrar, ásamt þeim tölvupóstum sem þið fáið frá okkur. https://www.facebook.com/groups/790363844792426/
Við vonum að þið hafið öll séð kveðju okkar til fermingarungmenna og okkur hlakkar til að hitta ykkur í september. https://www.facebook.com/frikhafn/videos/180477009942549/
Kveðja,
Prestar og safnaðarfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.