Starfið Fríkirkjunni er smám saman að fara í gang.

21. febrúar verður sunnudagaskóli kl., 11 og

Kl. 17 (ath. tímann!)

Guðsþjónusta á konudaginn.

Margrét Lilja Vilmundardóttir prédikar en hún útskrifast sem guðfræðingur á laugardaginn.

Vigdís Jónsdóttir flytur frumsamið lag á harmonikku og kórinn okkar ætlar að syngja ásamt Fríkirkjubandinu.

Farið verður að öllum sóttvarnarlögum og safnaðarfólk er beðið um að vera með grímur og sótthreinsa hendur áður en gengið er til kirkju.

150 manns er hámark eins og stendur.

Prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.