❤️Fermingar 2022 ❤️

Kæru vinir – nú erum við í Fríkirkjunni farin að skipuleggja komandi fermingarár 2022 og höfum nú þegar valið fallegustu dagsetningar næsta árs fyrir komandi fermingarungmenni.

Skráningarhlekkur er hér: https://frikirkja.skramur.is/input.php?id=1

2. apríl (laugardagur)

10. apríl (pálmasunnudagur)

14. apríl (skírdagur)

21. apríl (sumardagurinn fyrsti)

8. maí

12. júní (sjómannadagur)

Við vinnum nú hörðum gleðihöndum að því að senda út fermingarkveðju og bréf til allra komandi fermingarungmenna, þar sem við kynnum skemmtilega starfið okkar ásamt því að setja inn nauðsynlegar upplýsingar fyrir alla þá sem vilja vera með – og það sem meira er – allir eru ❤️hjartanlega❤️ velkomnir.

Von er á nýrri og flottri heimasíðu þar sem auðvelt verður að skrá fermingarungmennin á fermingardaga og munum við láta ykkur vita þegar allt er klárt og þið getið byrjað að skrá ykkar fólk. Þá verður gaman.

Um leið langar okkur að þakka þeim fermingarungmennum sem eru annað hvort nýbúin að fermast eða munu fermast á næstu vikum fyrir dásamlegan vetur. Við erum að springa úr gleði og þakklæti með ykkur öllsömul!

Kær kveðja frá öllum í Fríkirkjunni.