Næstkomandi sunnudag, 15. ágúst, ætlum við að ganga frá frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði og enda í Garðakirkju kl. 11.
Fararblessun og söngur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði kl. 10:00 áður en lagt er af stað.
Göngustjóri verður Jónatan Garðarsson sem mun deila með okkur áhugaverðum fróðleik eftir gamla Garðveginum
Sr. Einar Eyjólfsson þjónar og flytur hugleiðingu. Um tónlistina sér Örn Arnarson, ásamt meðlimum úr kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Ef veður er gott munum við messa úti með sólskin á vanga.
Eftir messu verður boðið upp á hressingu fyrir utan Krók í anda húsfreyjunnar Tobbu í Króki og Vigdís Jónsdóttir mun spila fyrir okkur á Harmonikku. Boðið verður upp á rútu til baka kl. 12:00Við hlökkum hjartanlega til að eiga með ykkur gæðastund. Messan verður í beinu streymi hér á síðunni.