Fermingardagar 2018

Talsvert hefur verið spurt um fermingardaga næsta vor.  Skipulagið liggur ekki að fullu fyrir, en eftirtaldir dagar eru ákveðnir:

25. mars Pálmasunnudagur
19. apríl Sumardagurinn fyrsti
13. maí Sunnudagur
3. júní Sjómannadagurinn

Eftir á að ákveða einn laugardag og fleiri dagar geta að auki bæst við ef skráningar verða margar.

Ekki er skráð á fermingardag fyrr en á kynningu fermingarundirbúnings sem verður um og upp úr 20. ágúst.