Við leitum enn á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu.

Framlög sóknarbarna renna alfarið til viðhalds á krikjunni og til að kosta blómlegt safnaðarstarfið hjá okkur. Í ár var leitað vatnsleka sem hefur gert vart við sig úr turni kirkjunnar og niður í salernið. Um leið hefur anddyrið við heilmálað sem upp með tröppunum á loftið. Næsta stóra verkefni er að skipta um glugga á norðurhlið. Þar er komin móða á milli glerja. Viðhaldið á 105 ára gamalli kirkjunni er eilífðarverkefni og safnaðarstjórnin leggur mikið upp úr að sinna því jafnóðum.

Fríkirkjan í Hafnarfirði  nýtur þeirrar sérstöðu að vera alfarið í eigu safnaðarins.  Starfið er farsælt og margir leita til kirkjunnar í gleði og sorg eins og þar stendur.  Sóknargjöld  sem innheimt eru með tekjuskatti hvers og eins eru helsti tekjustofn Fríkirkjunnar hafa rýrnað mjög á síðustu árum og með skerðingum undanfarinna 10 ára teljum við að ríkið hafi haft af söfnuðinum 140-150 millj. kr, samanlagt á verðlagi dagsins.

Grunnur sóknargjalda verður þó að líkundum leiðréttur lítið eitt á næsta ári skv. ákvörðun Alþingis. En staðan er samt sú að ef ekki væri fyrir árlega fjölgun í Fríkirkjunni og almennan velvilja, væri fjárhagsstaðan erfið.

Fríkirkjan skuldar lítið og fjárhagsstjórn er traust. Rekstrinum er sniðinn stakkur eftir vexti og þess gætt að halda eftir smá afgangi til viðhalds og einhverra framkvæmda.

Við í  Fríkirkjunni myndum söfnuðinn, veljum að tilheyra honum af fúsum og frjálsum vilja.   Þess vegna er gríðarmikilvægt að finna þennan velvilja  þegar safna þarf fyrir verkefnum sem bíða okkar.