Enn á ný leitar Fríkirkjan í Hafnarfirði til safnaðarins með greið8_m157sluseðla sem birtast munu í heimabanka.
Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega í valdi hvers og eins að greiða þessar 1.825 kr.
Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni og safnaðarheimilinu greiðast af sóknargjöldum. Prestar Fríkirkjunnar eru þannig ekki ríkisstarfsmenn. Að auki er rétt að hafa í huga að það eru eingöngu söfnuðir þjóðkirkjunnar sem njóta 17% jöfnunarframlags og innheimt er með þeim sóknargjöldunum sem m.a. við í Fríkirkjusöfnuðinum greiðum.
Það má segja að aðrar fjáraflanir geri Fríkirkjunni kleyft að halda úti jafn öflugu safnaðarstarfi og raun ber vitni. Þar munar mestu um þetta frjáls framlög sóknarbarna.
Fríkirkjan í Hafnarfirði stendur þannig á eigin fótum. Blómlegt og gefandi starf byggist því að áhuga og vilja safnaðarins hverju sinni.
Um leið og við í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þökkum ómetanlegan stuðning á undanförnum árum vonumst við eftir góðum viðbrögðum.
Einar Sveinbjörnsson, form. safnaðarstjórnar