Gólfin á lofti kirkjunnar pússuð upp

Í sumar hefur Bræðrafélag Fríkirkjunnar með Ólafi Ragnari parketslípara unnið við að pússa upp og lakka gólf á lofti kirkjunnar.  Fyrir þremur árum voru gólfin niðri tekin í gegn. Verkinu er lokið og gólfið skínandi fínt eins og sést á myndinni.  Síðustu bekkirnir voru skrúfaðir niður í gær og hér sést Matti Ósvald formaður Bræðrafélagsins við þær tilfæringar. Bræðrafélagið er öllum opið þeim [Lesa meira...]

Gíróseðlar í heimabanka – frjáls framlög

Enn á ný leitar Fríkirkjan í Hafnarfirði til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega í valdi hvers og eins að greiða þessar 1.825 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni og safnaðarheimilinu greiðast af sóknargjöldum. Prestar [Lesa meira...]

Nýir í safnaðarstjórn að loknum aðalfundi

Á aðalfundi Fríkirkjunnar 17. maí sl. komu tveir nýir inn í safnaðarstjórn.  Það eru þær Unnur Jónsdóttir og Unnur Halldórsdóttir.  Þær eru boðnar velkomnar til starfa. Einar Sveinbjörnsson var endurkjörinn formaður safnaðarstjórnar. Á fundinun var Krístínu Ólafsdóttur þökkuð störf til margra ára með blómvendi.  Sjálf vissi hún ekki fyrir víst hve langt er liðið síðan hún tók sæti í [Lesa meira...]

Bræðrafélag Fríkirkjunnar

Í safnaðarheimilinu á Linnetsstíg er lítið eldhús á 3. hæðinni.  Það er mikið notað enda líf í húsinu flesta daga og fram á kvöld.  Gömul og seig uppþvottavél  var farin að gefa sig eftir þjónustu í yfir 20 ár.  Þetta er svona uppþvottavél af þeirri gerðinni sem þvær á nokkrum mínútum og hefur verið hreint út sagt ómissandi. Þegar keypt hefði verið ný af svipaðri gerð gekk Bræðrafélag [Lesa meira...]