Sunnudagsskóli 12. mars – basar kvenfélagsins færist um viku

Á sunnudaginn verður sunnudagaskólinn eins og alltaf kl. 11.

Aðsóknin er æfinlega góð enda allir velkomnir jafnt ungir sem aldnir.

Rétt er að minna á það að samkvæmt dagskrá vorsins var basar kvenfélagsins áður áætlaður 12. mars.

Hann flyst til um viku og verður 19. mars og hefst kl. 14 í safnaðarheimilinu.