Sunnudagaskólinn hefst að nýju 7. janúar

Sunnudagaskólinn að venju í kirkjunni kl. 11:00 alla sunnudagsmorgna. Fjörugt, fræðandi og skemmtilegt starf fyrir alla fjölskylduna! Fríkirkjubandið, Örn á gítar, Guðmundur á bassa og Skarphéðinn á flygilinn halda uppi gleðinni ásamt Eddu og Ernu. Rebbi og Solla koma í heimsókn og gleðja okkur á sinn einstaka hátt eins og Hafdís og Klemmi sem eru í essinu sínu! Svo er biblíusagan eins og [Lesa meira...]

Guðsþjónustur á gamlársdag

Á gamlársdagur, 31. desember verður messað að vanda á Hrafnistu kl. 16, Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Aftansöngur kl. 18 í Fríkirkjunni sr. Einar  Eyjólfsson messar. Orgelleikur og kór kirkjunnar.  Mögulega tónlistaratriði og leynigestur.

Helgihald í Fríkirkjunni yfir jól og áramót

Helgihald Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um jól og áramót er eftirfarandi: Aðfangadagur, 24. desember: Aftansöngur kl. 18.  Einar Eyjólfsson messar. Orgelleikur og kór kirkjunnar.  Allt í föstum skorðum. Jólsöngvar á jólanótt kl. 23:30.   Söngkvartett kemur og syngur.  Hann skipa: Kirstín Erna Blöndal Auður Guðjohnsen Örn Arnarson Hafsteinn Þórólfsson Jóladagur, 25. [Lesa meira...]

Jólaheimsóknir á aðventunni aldrei fleiri

Hún hefur verið einstaklega ánægjuleg aðventan fyrir okkur í Fríkirkjunni.  Hópar skólabarna úr leikskólum og grunnskólum haf komið í heimsókn.  Sá fyrsti 29. nóvember og síðasti 18. desember. Okkur telst til að þetta hafi verið rúmlega 1.200 gestir. Langflesta morgna komu einn til þrír hópar og nær alltaf gangandi utan úr mykrinu í gulum og góðum vestum. Fyrst var stund í kirkjunni þar [Lesa meira...]

Jólaball Fríkirkjunnar á Thorsplani í sjónvarpinu

Sunnudaginn 10. des var okkar árlega jólaball sunnudagaskólans á Thorsplani. Fólk lét ekki kuldan á sig fá og fjölmenntu í ár, enda gleði og jólagaman. Jólasveinninn mætti ekki einn á svæðið, heldur kom sjóvarið (RÚV) einnig og birti fína umfjöllun í kvöldfréttum. Sjá fréttina hér: http://ruv.is/sarpurinn/klippa/jolaball-i-hafnarfirdi