Myndagjöf frá Almari og Önnu

Almar Grímsson sem var formaður safnaðarstjórnar á árum áður færði ásamt konu Önnu Guðbjörnsdóttur forláta mynd af Fríkirkjunni.  Ensk vinkona þeirra málaði Austurgötuna í forgrunni og Fríkirkjuna í litum eins og leit út hér á árum áður.  Stílfærð og skemmtileg mynd  sem komið verður fyrir á vegg í  Safnaðarheimilinu.

Frábær fermingarferð á Úlfljótsvatn

Frábær fermingarferð að Úlfljótsvatni um helgina!  Hópnum var skipt í tvennt, sá fyrri frá föstudegi til laugardags og sá seinni fram á sunnudag.   Fínir krakkar og mikill kraftur í útidagsskránni þó aðeins hafi rignt. Förum með tilhlökkun inn í veturinn eftir þessa góða viðkynningu! Þökkum innilega öllum þeim sjálfboðaliðum sem gerðu það mögulegt að eiga svona góða daga saman. [Lesa meira...]

Uppýsingar um ferðirnar á Úlfljótsvatn 15. til 17. september

Ferð á Úlfljótsvatn frá föstudegi til laugardags 15.-16.sept: Fermingarbörn úr  Lækjarskóla og Setbergsskóla, Hraunvallaskóla og Öldutúnsskóla. Lagt verður af stað frá safnaðarheimilinu föstudaginn  15.sept.  kl.15:30. Dvalið verður við leik og störf á Úlfljótsvatni eina nótt. Komið heim á laugardeginum áætlaðað um kl. 15:30   Ferð á Úlfljótsvatn frá laugardegi til sunnudags [Lesa meira...]

Sunnudagskólinn 3. september kl. 11 og kvöldmessa kl. 20

Sunnudagaskólinn hefst nú um helgina, 3. september kl. 11. Að mestu leyti mun sama öfluga fólkið mun sjá um dagskrána og var í fyrra og Fríkirkjubandið um tónlistina. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað alltaf kl. 11 í kirkjunni til jóla ! ################################# Kvöldmessa kl.20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. Prestarnir, þau Einar og Sigríður Kristín annast [Lesa meira...]