Fermingarfræðsla með inntaki – fermingardagar 2020
Fríkirkjan í Hafnarfiði leggur metnað sinn í fermingarfræðsluna. Meðal annars er leitast við að kryfja erfiðar spurningar með foreldrum, en líka lögð áhersla á samveru, trúna og guðsmyndina.
3. mars – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20
Kl. 11. Sunnudagaskólinn. Síðast mættu allir á náttfötunum, en næst verður sungið "pollapönk". Góð samverustund fyrir alla fjölskylduna. Kl. 20. Kvöldvaka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingsmaður kemur og ætlar að tala um þakklæti. Í lokin ætlar Matti Ósvald að leiða okkur inn í slökunarstund. Kórinn syngur og Fríkirkjubandið leikur.
Vilt þú vera með okkur í fermingarstarfinu næsta vetur?
Nú liggja þeir fyrir fermingardagarnir í Fríkirkjunni næsta vetur. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar kemur hér á næstunni Fermingardagar 2020: Laugardagurinn 4. Apríl Pálmasunnudagur 5. apríl Skírdagur 8. apríl Sumardagurinn fyrsti 23. apríl Sunnudagurinn 3. maí Sjómannadagurinn 7. júní
Sunnudagur 24. febrúar: Fjölskyldumessa kl. 11
Sunnudaginn 24. febrúar verður Barna – og fjölskyldumessa kl. 11. Edda Möller leiðir stundina ásamt Ástu Margréti.
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.
Safnaðarstarf hefst aftur
Mánudagar
16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri
Þriðjudagar
10:30 – 11:10 Krílasálmar
17:00 – 19:00 Fermingarstarf
Miðvikudagar
18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing
Fimmtudagar
17:00 – 17:30 Litli kór
17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar
18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.
Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30
Samfélagsmiðlar
Opnunartími
Alla virka daga
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430