Það er gleðilegt að segja frá því að nú fjölgar skírnarathöfnum eftir að helstu samkomutakmörkunum vegna covid hefur verið aflétt.  Prestarnir okkar, Milla og Einar, skírðu samtals sjö börn við hátíðlegar athafnir síðasta sunnudag, fjórar voru í kirkjunni, þar af ein í sunnudagaskólanum okkar og þrjár voru í heimahúsum.

Á þessu ári hafa 135 börn verið skírð af prestunum okkar og margar athafnir eru framundan. Aldur barnanna allt frá fjögurra vikna til 16 mánaða! Þetta gleður okkur afar mikið. Myndirnar eru úr skírnarathöfnum síðustu helgar birtar með leyfi foreldra.