Fjölskyldumessa og kaffidagur kvenfélagsins voru haldin sunnudaginn 10. oktober.

Það er óhætt að setja að safnaðarfólk hafi tekið góðan þátt í þessum degi, bæði með því að mæta í stórskemmtilega fjölskyldumessu þar sem upprennandi söngvarar á öllum aldri af tónlistarnámskeiðum kirkjunnar tóku þátt með Fríkirkjubandinu og Fríkirkjukórnum okkar. Á eftir fylltist safnaðarheimilið okkar af góðum gestum sem nutu ljúffengra kaffiveitinga að hætti kvenfélagsins okkar enda voru borðin hlaðin af kræsingum.

Við þökkum öllum fyrir dásamlega samveru og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.