Sunnudaginn 28. nóvember munum við bjóða aðventuna velkomna í beinu streymi kl. 13 á facebooksíðu kirkjunnar. Fallegir jólatónar í boði Fríkirkjubandsins og Einar og Margrét Lilja leiða stundina.

Við gerum ráð fyrir að öll fermingarungmennin horfi á stundina, skrái nafnið sitt við streymið og svari spurningum í Kirkjulyklinum í kjölfarið eins og um hefðbundna guðsþjónustu sé að ræða. Við mælum með heitu súkkulaði, kertaljósi og besta sófa heimilisins til að njóta stundarinnar sem allra best.

Hlökkum til að eiga með ykkur aðventustund