Verið hjartanlega velkomin í kvöldguðsþjónustu sunnudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Þann dag höldum við allra heilagra messu og minnumst látinna ástvina með ljósi, hlýjum orðum og fallegri tónlist. Fríkirkjubandið leikur ljúfa tóna og söngkonurnar Erna Blöndal og Bernedett Hegyi syngja fyrir okkur ásamt kór Fríkirkjunnar. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina.

 

Sunnudagaskóli kl. 11

Verið velkomin öll í sunnudagaskólann sunnudaginn 7. nóvember. Sannkölluð gæða og fjölskyldustuðstund. Fríkirkjubandið heldur uppi fjörinu að vanda, ásamt Ernu og Margréti Lilju. Við heyrum fallega sögu, syngjum og dönsum saman og Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur öll.