Það er fátt sem gleður starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði meira á aðventunni en að taka á móti börnum úr leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er um leið ákveðin boðberi jólanna að fá börnin í heimsókn til okkar í fallegu kirkjuna. Eftir að þau fá að heyra jólaguðspjallið og syngja með okkur skemmtileg jólalög, færa þau sig yfir í safnaðarheimilið þar sem þau fá heitt súkkulaði og piparkökur áður en þau halda aftur til baka í skólann sinn.