Um helgina 11. – 12. Desember verður fjölbreytt dagskrá hjá okkur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þar ber fyrst að nefna jólatónleika Fríkirkjukórsins á laugardag kl. 16. Á sunnudag kl. 11:00 verður jólaballið okkar á Thorsplani og á sunnudagskvöldið kl. 20:00 er aðventukvöldvaka.

Fyrir alla þessa viðburði þurfa gestir að framvísa gildu hraðprófi sem er innan við 48 stunda gamalt eða staðfestingu á smiti sem er á milli 14. og 180 daga gamalt (þeas. Frá 15. júní – 28. nóvember). Til að einfalda gestum aðgang að hraðprófi, verður boðið upp á slíkt í safnaðarheimilinu að Linnetsstíg 6 milli kl. 14:30 og 15:30. Mikilvægt er að ALLIR skrái sig fyrirfram á hlekknum hér að neðan, til að niðurstöðurnar skili sér á réttan hátt til allra. Ekki er hægt að mæta í hraðpróf án skráningar.

https://icemedica.simplybook.it/v2/#book/count/1/date/2021-12-11/