Sunnudaginn 12. desember er loks komið að jólaballi sunnudagaskólans á Thorsplani, í miðju jólaþorpinu. Þar ætlum við að dansa í kringum jólatréð við undirleik Fríkirkjubandsins.

Til að fylgja þeim reglum sem eru í gildi í sóttvörnum biðjum við alla foreldra að hafa eftirfarandi reglur í huga og undirbúa sig og fjölskyldur sínar samkvæmt þeim.

  • Allir sem eru fæddir fyrir 2016 þurfa að sýna gilda niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki eldri en 48 tíma gamalt eða staðfestingu á smiti sem er á milli 14. og 180 daga gamalt (þ.e.a.s. frá 15. júní – 28. nóvember).
    Heimapróf eru ekki tekin gild.
  • Allir fæddir fyrir 2006 beri andlitsgrímu.
  • Við þurfum að skrá alla sem fara inn á torgið með nafni, kennitölu og símanúmeri.

Með því að fylgja þessum reglum þá getum við átt skemmtilega jólastund með börnunum og haldið loks alvöru jólaball 😊

Hlökkum til að eiga með ykkur jólastund.