Nú er komið að jólatónleikum Fríkirkjukórsins okkar góða. Tónleikarnir verða haldnir í kirkjunni laugardaginn 11. Desember kl. 16:00.
 
Á tónleikadagskránni eru innlend og erlend jólalög ásamt hátíðlegum aðventusálmum. Einsöngur er í höndum Kirstínar Ernu Blöndal og Fríkirkjubandið spilar undir. Tónlistarstjóri er Örn Arnarson.
 
Allir tónleikagestir þurfa að framvísa gildu hraðprófi sem má ekki vera meira en 48 tíma gamalt. Athugið að heimapróf eru ekki tekin gild.