Góðu vinir,

við höfum nú opnað fyrir skráningar í fermingarfræðslu fermingarungmenna ársins 2023. Skráning fer fram hér eða undir dálknum  fermingarstarf á forsíðu heimasíðu kirkjunnar.

Fermingardagar ársins 2023:

1. apríl 2023 – laugardagur

2. apríl 2023 – pálmasunnudagur

6. apríl 2023 – skírdagur

20. apríl 2023 – sumardagurinn fyrsti

6. maí 2023 – laugardagur

4. júní 2023 – sjómannadagurinn

Allar nánari upplýsingar má nálgast með því að hringja í kirkjuna í síma 565 3430 eða senda tölvupóst á milla@frikirkja.is.
Hlýjar kveðjur,
Milla og Einar