Góðu vinir,

Næstu vikur verður óhefðbundið starf í kirkjunni okkar á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á messur, helgihald og annað safnaðarstarf í kirkjunni en við munum vera skapandi og streymandi á facebooksíðu kirkjunnar. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja þar inn reglulega.

Fríkirkjan í Hafnarfirði er opin virka daga og hægt er að nálgast presta og starfsfólk kirkjunnar í síma og tölvupósti.

Við munum leitast við að mæta allri þörf fyrir kirkjulega þjónustu eins og skírnir, hjónavígslur, útfarir og aðrar athafnir eins og takmarkanir leyfa. Sálgæsla og vitjanir í heimahús stendur til boða með hefðbundnum hætti.

Hlýjar kveðjur frá starfsfólki kirkjunnar