Fríkirkjan leitar á ný til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins.
Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2.300 kr. og birtist sem valgreiðsla í heimabanka.  Sérstaða Fríkirkjunnar liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur lagður á alla landsmenn, þurfa að standa undir öllum kostnaði við safnaðarstarfið. Engum sérsamningum við ríkið eru þar til viðbótar eins og í tilviki þjóðkirkjunnar.
Fríkirkirkjuna í Hafnarfirði  munar sannarlega um frjálsu framlögin frá safnaðarfólki. Þau greiða að mestu viðhald og rekstur á yfir 100 ára gamalli kirkjunni og hjálpa okkur að halda úti öflugu safnaðarstarfi. Og ekki veitir af nú þegar starfið er komið á fullt eftir faraldurinn.“