Sunnudaginn 13. mars verður mikil hátíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en fjölskyldumessa verður haldin kl. 14 og basar kvenfélagsins í beinu framhaldi. Börn úr barna – og ungmennastarfi kirkjunnar koma í heimsókn í fjölskyldumessuna og flytja tónlist ásamt Fríkirkjubandinu. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina.

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur basar í safnaðarheimili kirkjunnar, sem hefst strax að messu lokinni. Hnallþórur, kökur, prjónaverk og margt fleira á boðstólnum. Sjón er sögu ríkari.

Athugið að sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.