Sunnudaginn 21. ágúst kl. 17 munum við hefja fermingarfræðslu vetrarins með samverustund fermingarbarna og foreldra í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

 

Þar munum við eiga góða stund saman með dassi af stuði og hæfilegu magni af praktískum upplýsingum fyrir veturinn. Prestarnir okkar Margrét Lilja Vilmundardóttir og Einar Eyjólfsson munu leiða stundina ásamt Erni Arnarsyni tónlistarstjóra.

 

Öll börn á fermingaraldri eru velkomin að kíkja við og kynna sér metnaðarfullt fermingarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.