Sunnudaginn 6. nóvember kl. 20 verður samverustund í kirkjunni þar sem fjallað verður um sorgina og lífið. Við tendrum ljós í minningu látinna ástvina okkar og hlustum á ljúfa tóna og hlý orð.

Kirstín Erna Blöndal leiðir stundina ásamt sr. Einari Eyjólfssyni og sr. Margréti Lilju Vilmundardóttir. Erna leggur nú stund á mastersnám í Listaháskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátt tónlistar í sálgæslu og er stundin þáttur í þeirri vegferð hennar.

Auk Ernu koma fram Gunnar Gunnarsson, orgelleikari, Örn Arnarson, tónlistarstjóri, ásamt hljómsveit og kór Fríkirkjunnar.

Öll hjartanlega velkomin.