Góðu vinir,

nú er starfið okkar komið aftur af stað eftir jólin og fjör og gleði framundan.

Næstu helgi verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11, þar sem Erna og Milla taka á móti skemmtilegum sunnudagaskólavinum og Fríkirkjubandið heldur uppi stuðinu.

Við bregðum líka aðeins út af vananum, en í stað kvöldvöku verður Fríkirkjan í Hafnarfirði með útvarpsmessa á RÚV kl. 11. Það má að sjálfsögðu líka hlusta á hana á okkar hefðbundna messutíma kl. 20 í kósýfíling í stofusófanum. Nú eða í eldhúsinu, í baði eða á ísrúntinum.

Hlýjar kveðjur frá okkur öllum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði