Sunnudaginn 12. mars verður sannkölluð hátíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11, þar sem við fögnum því að vera til og tjöldum til öllu okkar góða starfi.

 

Messan er fjölskylduvæn gæðastund þar sem gleðin ræður ríkum og hentar fyrir okkur öll, frá yngstu krílum upp í heldri borgara – fyrir krakka með hár og kalla með skalla.

 

Eftir messuna verður boðið upp á samveru og hressingu í safnaðarheimilinu.