Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2.400 kr. og birtist í heimabanka með ógreiddum reikningum en er valgreiðsla. Allir ógreiddir seðlar falla niður í byrjun maí n.k.

 

Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn greiða, þurfa að standa undir öllum kostnaði við safnaðarstarfið og viðhalds á húsnæði okkar. Fríkirkjan hefur ekki sérsamninga við ríkið, til viðbótar við sóknargjöldin, líkt og Þjóðkirkjan hefur.

 

Fríkirkjuna í Hafnarfirði munar sannarlega um frjálsu framlögin frá safnaðarfólki til að sinna því góða samfélagslega starfi sem þar fer fram.

 

Stuðningur frá safnaðarfólkinu hefur verið að mestu til viðhalds á kirkjunni en núna er þörf á að sinna viðhaldi á safnaðarheimilinu og þá aðallega á þaki hússins.

 

Fríkirkjan er skráð á almannaheillaskrá Skattsins og þessi framlög geta veitt skattafslátt.

 

Hlýjar kveðjur,

 

safnaðarstjórn og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði