Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði býður til sálmaveislu sunnudaginn 5. mars kl. 17:00.
Hann mun leiða okkur inn í heim sálmanna bæði í tali og tónum og mun á sinn einstaka og fallega hátt segja frá sálmaskáldunum okkar og sálmum þeirra.
Við getum lofað ykkur nýrri upplifun og meiri nærveru við sálmana okkar eftir þessa fallegu stund.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin