Góðu vinir,
við hvetjum ykkur öll til að kíkja á skráninguna ykkar í trúfélag en það getið þið gert hér: Trúfélagsskráning
Fríkirkjan í Hafnarfirði stendur á kletti í hjarta Hafnarfjarðar og umvefur fallega bæinn okkar og öll sem þar búa. Fríkirkjan tekur fallega á móti öllu því fjölbreytta fólki sem samfélagið byggir. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna sem við reistum sjálf. Kirkjuna sem Hafnfirðingar byggðu og hafa annast alla tíð. Fríkirkjan í Hafnarfirði er sannkölluð fjölskyldukirkja í anda.
Þitt framlag skiptir okkur miklu máli.