Föstudagurinn langi

 

Samvera við krossinn kl. 17

Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja fallega tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng.

 

Páskadagur

 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.

Fríkirkjukórinn syngur. Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á orgel, Örn Arnarson leikur á gítar. Björk Níelsdóttir syngur einsöng.

Eftir guðsþjónustuna leggjumst við í mikla páskaeggjaleit með börnunum og boðið verður upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu.