Góðu vinir.

Senn líður að upphafi fermingarfræðslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði veturinn 2023 til 2024 og við erum farin að telja niður dagana í fjörið. Þetta er langlokupóstur en ég bið ykkur að lesa vel yfir hann.

Starfið hefst með formlegum hætti þriðjudaginn 22. ágúst 2023 fyrir hópa A og B og þriðjudaginn 29. ágúst 2023 fyrir hópa C og D.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til þess að sjá dagskrá fermingarfræðslunnar og upplýsingar um ferðir á Úlfljótsvatn.