Þvílík hamingja! Sönghópur ungra kvenna með vinnuheitið “ Einar/einar!“ 😘 bætir á sig blómum🌺

Það krefst tíma og þolinmæði að byggja upp fjölbreytt kirkjustarf að þessu sinni lítið söngfélag en þær örfáu ungu konur sem hafa verið með okkur frá upphafi hafa verið staðfastar, sungið eins og englar og sinnt litla hópnum sínum vel❤️Markmið okkar stjórnendanna Auðar Guðjohnsen og Kirstínar Ernu Blöndal hefur verið að byggja upp notalegt samfélag ungra kvenna sem hafa áhuga á því að syngja saman. Raddaður söngur er krefjandi og því eru æfingar mikilvægar og krefjandi en uppskeran skilar sér fallega. Við stefnum á skemmtilega tónleika í vor með hljómsveit kirkjunnar þar sem flutt verða lög eftir m.a. Magnús Eiríksson, ABBA, Tómas R. Einarsson og fleiri.

Já það er ennþá hægt að bætast í hópinn!

Áhugasamar hafi samband við Ernu erna@frikirkja.is

Starfsfólk Fríkirkjunnar leggur áherslu á að öll starfsemi og samfélag kirkjunnar sé heilbrigt, nærandi og fólki til góðs. Það er líka mikilvægt að borin sé virðing fyrir starfi kirkjunnar, það sé metnaðarfullt og sífellt í  endurskoðun.

En já nú hófst þessi pistill á fréttum af sönghópi ungra kvenna við kirkjuna. Er þá ekki kjörið að halda áfram að tala um dásamlegar konur!  Það fyrsta sem mér dettur í hug er kvenfélag kirkjunnar okkar. Nú veit ég ekki með ykkur en ég hef alltaf tengt kvenfélög við eldri konur. Hvað er það stelpur! Kannski ekkert skrítið. Orð eins og barneignir, uppeldi  og heimilisstörf koma upp í hugann þegar ég hugsa um líf kvenna hér á árum áður. Kannski voru bara mjög fáar konur sem höfðu tíma til að sinna sjálfboðaliðastörfum eða öðru húllumhæi fyrr en börnin voru flogin úr hreiðrinu!

Í byrjun desember á síðasta ári skráði ég mig í kvenfélag Fríkirkjunnar.  Fannst mér þá eins og ég væri orðin gömul….? Uuu Nei!  Það er dýrmætt að fá að taka þátt í starfi þar sem er fjölbreytileiki og aldursbil er breytt því þannig lærum við af reynslu og visku annara. Ég á sannarlega margar fyrirmyndir í kvenfélaginu.

Já stelpan (sem ég er !) er semsagt komin i Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og hefur akkúrat engan tíma til að sinna því. En!…. Með því að skrá mig í félagið borga ég fast árgjald og um leið styrki ég kirkjuna mína sem mér finnst gott. Kannski á ég einhvern tíma eftir að stíga sterk inn þegar ég hef tíma. Kvenfélagið í dag er eins og áður fullt af kærleiksríkum konum á öllum aldri. Þær funda alltaf 1. þriðjudag í mánuði og þá er boðið upp á allskonar fræðandi erindi og skemmtilegheit en það sem er eiginlega rosalegast af öllu eru hnallþórurnar.  HALLELÚJA!

Þið sem hafið áhuga á því að taka þátt í félagsskap dásamlegra kvenna getið haft samband      á netfangið kvenfélag@frikirkja.is eða heyrt í þeim;

Lilju Dögg Gylfadóttur, formanni kvenfélagsins í S: 666-7488 eða

Unni Elfu Guðmundsdóttur, ritara félagsins í S: 664-5801