Elsku vinir, þá eru ferðalagið hafið. Framkvæmdir eru hafnar á efstu hæð safnaðarheimilisins. Vegna þessa verður ekki hægt að leigja út salina næstu mánuði.

Það er mikið verk framundan en við ætlum að vera bjartsýn og glöð. Okkur leggst eitthvað til eins og amma mín sagði alltaf

Já nú förum við á fullt í að hlúa að, laga og byggja upp safnaðarheimilið okkar. Við þurfum öll að leggjast á árarnar því margt smátt gerir eitt stórt. Númer eitt er auðvitað að skrá sig í söfnuðinn svo þið getið átt kirkjuna með okkur. Það gerið þið inn á skra.is.

Elsku vinir, nú þurfum við á öllum ykkar stuðningi að halda, einstaklingar og fyrirtæki. Hægt er að leggja inn á meðfylgjandi söfnunarreikning eða fara inn á slóðina sem fylgir þessum pósti. (glaze)

Fyrirtækið Blikk leiðir ykkur þar í gegnum ákveðið ferli sem tekur smá stund. Að endingu lendið inn á söfnunarsíðu okkar þar sem þið getið lagt inn ákveðnar upphæðir og jafnvel tvöfaldað, þrefaldað eða bara alveg eins og þið viljið

Hér kemur svo kennitala og reikningsnúmer fyrir ykkur hin sem viljið millifæra inn á söfnunarreikninginn:

Banki: 0544-26-30003

Kennitala: 560169-5159

https://app.glaze.is/t/ecP0m63sbIJJWBhi4fiU

Þið megið endilega deila eins og vindurinn

Hlýjar kveðjur fyrir hönd okkar allra,

K.Erna Blöndal