Kæru vinir, eins og þið hafið kannski tekið eftir þá standa yfir framkvæmdir í safnaðarheimilinu. Vegna þessa verður örlítið rask á starfinu  okkar þetta haustið. Við vonum að þið sýnið okkur skilning vegna þessa.

Sunnudaginn 7. september kl. 11:00 hefst syngjandi kátur sunnudagaskóli. Það verða það þær Edda, Erna og Inga, nýji presturinn okkar dásamlegi sem munu taka á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Það verður spennandi að sjá hvaða kirkjuverðir verða með okkur að þessu sinni, Gulli eða Benni, – kannski bara báðir😻

Sunnudaginn 14. september verður að sjálfsögðu sunnudagaskóli og kl. 20:00 verður kvöldmessa þar sem sérstaklega verður tekið á móti nýja prestinum okkar sr. Ingu Harðardóttur.

Allar upplýsingar varðandi barnastarf og annað safnaðarstarf er farið að týnast inn á facebooksíðu kirkjunnar https://www.facebook.com/frikhafn

Skráningar fara fram inn á síðum hópanna.

Krílasálmar:  https://www.facebook.com/groups/3707591606138671 – Krílasálmar fara fram í kirkjunni kl. 10:30 og hefjast 9. september.

Krílakórar: https://www.facebook.com/groups/1032354254450785/ – Krílakóraæfingar hefjast 6. október. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Litli kór: https://www.facebook.com/groups/818139880423742 – Litli kór hefur æfingar 25. september. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Barnakórinn: https://www.facebook.com/groups/843716386892919 – Barnakórinn hefur æfingar 25. september. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Upplýsingar um helgihaldið er hægt að sjá hægra megin á upphafssíðu heimasíðunnar.