Sunnudagaskólinn og fermingarfræðslan að hefjast
Nú er allt að fara af stað hjá okkur í Fríkirkjunni. Byrjum Sunnudaginn 1. september: Sunnudagaskólinn kl.11 Kvöldvaka kl.20 með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum. Sjá upplýsingar um fermingarstarfið undir ferming.
Styttist í vetrarstarf Fríkirkjunnar
Nú fer að styttast í vetrarstarf Fríkirkjunnar❤️❤️ Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 1. september. Kóra, tónlistarstarf, tónlistarsmiðjur og barnastarf hefst í september og á næstu dögum munum við auglýsa mjög ítarlega allt það sem í boði er s.s. tímasetningar og skráningar. Við vekjum athygli á nýju starfi fyrir unglinga en í vetur verður boðið upp á tónlistarnámskeið ...
Fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
Samantekt hjá Þjóðskrá og frétt á síðu stofnunarinnar sýnir að fjölgað hefur um 104 í Fríkirkjunni á rúmlega 1/2 ári, eða frá desember til júlí. Ánægjulegt að fólk leiti til Fríkirkjunnar og fjölgun í söfnuðinum eru skilaboð til okkar um að kirkjan sé að koma til móts við margvíslegar þarfir fólks í trúarlegum efnum, sálgæslu ...
Sumarið í Fríkirkjunni
Starfssemi í kirkjunni er í lágmarki yfir hásumarið. Heikmsóknir prestanna á Hrafnistu og Sólvang verða þó eins og venjulega. Skírnir um flestar helgar og giftingar. Einar Eyjólfsson er til staðar í júlí, Sigga í fríi, en væntaleg til baka í lok mánaðarins.
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.
Safnaðarstarf hefst aftur
Mánudagar
16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri
Þriðjudagar
10:30 – 11:10 Krílasálmar
17:00 – 19:00 Fermingarstarf
Miðvikudagar
18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing
Fimmtudagar
17:00 – 17:30 Litli kór
17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar
18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.
Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30
Samfélagsmiðlar
Opnunartími
Alla virka daga
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430