Sunnudagaskóli 29. október

Sunnudaginn 29. október er sunnudagaskóli kl. 11:00. Edda, Erna, Gummi, Skarpi og Örn hlakka til að sjá ykkur og syngja með ykkur. Við ætlum að njóta þess að vera saman og minna hvert annað á það hvað lífið er mikil gjöf og hvað það skiptir miklu máli að vera jákvæð og brosandi í lífinu okkar fagra. Sjáumst syngjandi kát í sunnudagaskólanum og æfum okkur í að vera glöð og hjálpsöm. [Lesa meira...]

22. október kl. 20 – Hvað er að gerast í Hollywood.

Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigríður Kristín, Erna Blöndal, söngkona, Örn, gítarleikari og Guðmundur, bassaleikari mæta með gleði og söng. Allir velkomnir stórir sem smáir❤️?   Kvöldvaka kl. 20. Yfirskrift: Hvað er að gerast í Hollywood ? Eiga þær konur sem stíga þar fram eitthvað sameignlegt með kvenhetjum úr gamla testamenntinu ? Batsebu, Astin og jafnvel Hallgerði Langbrók [Lesa meira...]

15. október. Sunnudagaskóli kl.11 og kvöldvaka kl. 20

  Sunnudagaskólinn á sínum stað.  Mjög góð þátttaka hefur verið í sunnudagaskólanum þetta haustið.   Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði býður til kvöldvöku. Örn stjórnar kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og er gítarleikari og söngvari. Á sunnudaginn ætlar hann að leiða okkur inn í heim sálmanna bæði í tali og tónum. Erni tekst á á sinn einstaka og [Lesa meira...]