Kvöldvaka 24. september kl. 20 og sunnudagaskóli kl. 11

Á sunnudaginn verður kvöldvaka kl. 20.  Við fáum góðan gest, David Anthony Noble, sem margir kannast við sem kaffibarþjón á Pallett í Hafnaðfirði. Í trúmálum tilheyrir David svokölluðum kvekurum og hann mun áreiðanlega segja frá þeim og ýmsu fleiru í hugvekju sinni. Áhersla á  tónlist með Fríkirkjubandinu og Fríkirkjukórnum.  Erna syngur einsöng   Sunnudagaskólinn er ævinlega á [Lesa meira...]

Myndagjöf frá Almari og Önnu

Almar Grímsson sem var formaður safnaðarstjórnar á árum áður færði ásamt konu Önnu Guðbjörnsdóttur forláta mynd af Fríkirkjunni.  Ensk vinkona þeirra málaði Austurgötuna í forgrunni og Fríkirkjuna í litum eins og leit út hér á árum áður.  Stílfærð og skemmtileg mynd  sem komið verður fyrir á vegg í  Safnaðarheimilinu.

Frábær fermingarferð á Úlfljótsvatn

Frábær fermingarferð að Úlfljótsvatni um helgina!  Hópnum var skipt í tvennt, sá fyrri frá föstudegi til laugardags og sá seinni fram á sunnudag.   Fínir krakkar og mikill kraftur í útidagsskránni þó aðeins hafi rignt. Förum með tilhlökkun inn í veturinn eftir þessa góða viðkynningu! Þökkum innilega öllum þeim sjálfboðaliðum sem gerðu það mögulegt að eiga svona góða daga saman. [Lesa meira...]

Uppýsingar um ferðirnar á Úlfljótsvatn 15. til 17. september

Ferð á Úlfljótsvatn frá föstudegi til laugardags 15.-16.sept: Fermingarbörn úr  Lækjarskóla og Setbergsskóla, Hraunvallaskóla og Öldutúnsskóla. Lagt verður af stað frá safnaðarheimilinu föstudaginn  15.sept.  kl.15:30. Dvalið verður við leik og störf á Úlfljótsvatni eina nótt. Komið heim á laugardeginum áætlaðað um kl. 15:30   Ferð á Úlfljótsvatn frá laugardegi til sunnudags [Lesa meira...]