Kirkjustarfið fer af stað um helgina

Sunnudaginn 12. janúar verður helgihald í Fríkirkjunni á nýlökkuðu og fínu kirkjugólfinu! Sunnudagaskólinn kl. 11. Guðsþjónusta kl.13. Fermingarstarfið hefst á ný. Fermigarbörn og foreldrar beðin að mæta. Hópar A og B hittast svo þriðjudaginn 14. janúar.

Kirkjan lokuð – starfið framundan

Kirkjan er lokuð um helgina 4. til 5. janúar vegna viðhalds. Sunnudagaskólinn hefst á nýju ári sunnudaginn 12. janúar. Þá hefst líka fermingarstarfið með guðsþjónustu kl.13. Hópar A og B hittast svo þriðjudaginn 14. janúar. Þessi fallega mynd af Frikírkjunni birtist í miðopnu gamlársdagsblaðs Morgunblaðsins. Ljósmynari er Árni Sæberg.

Gamlársdagur í Fríkirkjunni

Hátíðardagskrá 31. desember Kl. 16. Guðsþjónusta verður á Hrafnistu með heimilisfólki og fjölskyldum þeirra. Messan er opin, fjölskyldur og börn sérstaklega velkomin. Sigríður Kristín Helgadóttir sér um athöfnina og áramótasálmarnir sungnir. Kl.18. Aftansöngur í Fríkirkjunni. Hátíðleg stund með Kirkjukórnum og Sigríði Kristínu Helgadóttur.