Helgin 9. til 10. febrúar – sunnudagaskóli kl. 11 og guðsþjónusta kl. 13 – aðalfundur Bræðrafélagsins

Dagskráin í kirkjunni komandi helgi er eftirfarandi:   Bræðrafélagið er með sinn aðalfund á laugardagmorguninn 9. febrúar kl. 11.  Allir velkomnir.   Sunnudagur 10. febrúar kl. 11.  Sunnudagaskólinn – frést hefur að Rebbi sé svangur þrátt fyrir að hafa borðað hálfan ísskáp og einn ullarsokk – óvart! Gleðibandið leikur undir og Edda og Elfa Sif segja frá því hvernig [Lesa meira...]

Fjölgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Í frétt frá Þjóðskrá kemur fram að í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði um 17 manns á tveimur mánuðum, í desember og janúar. Síðast þegar var talið vantði aðeins 13 manns upp á að ná tölunni 7.000. Á einu ári frá 1. desember 2017 fjölgaði um 187 hjá okkur og er það í samræmi við þróun síðustu ára.    

3. febrúar: Kvöldmessa og sunnudagaskólinn

Á sunnudaginn næstkomandi, 3.febrúar verður sunnudagaskóli kl. 11.  Söngur , spilerí og dálítið sprell með kirkjulegu ívafi :) Kvöldmessa kl. 20.  Gengið verður til altaris.  Öll tilvonandi fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt sem lið í undirbúningsi að sjálfri fermingunni.      

Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum

Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum   Við skoðun löggilts meindýraeyðis á safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á Linnetsstíg 6 nýlega kom í ljós að veggjatítlur eru í þakviði hússins.  Í mati segir að ummerki eftir veggjatítlur séu í nánast öllum þaksperrum. Enn fremur fundust dauðar bjöllur og við greiningu kom í ljós að um fullorðnar veggjatítlur [Lesa meira...]