Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar 4. febrúar
Boðað er til aðalfundar í Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Fundurinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar að Linnetstíg. Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti: Við byrjum fundinn á heimsókn frá Bryndísi Jónu þar sem hún mun leiða okkur í allan sannleikann um núvitund. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur. Í framhaldi verða svo hefðbundin ...
2.febrúar: Sunnudagskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20
Sunnudagaskóli kl.11. Söngur, leikur og uppbyggileg fræðsla. Fríkirkjubandið leikur. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Einar Eyjólfsson predikar og er bænin hugleiðingarefni kvöldsins. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
26. janúar : Sunnudagaskóli kl. 11
Söngur, gleði og gaman.Við ætlum að tala um góða hirðinn.Hver er það sem gætir okkar og vakir yfir okkur? Gleðibandið verður á staðnum eins og alltaf og nú ætlar hann Gísli Gamm að tromma með þeim.
Sumarmessur í Garðakirkju
Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.
Safnaðarstarf hefst aftur
Mánudagar
16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri
Þriðjudagar
10:30 – 11:10 Krílasálmar
17:00 – 19:00 Fermingarstarf
Miðvikudagar
18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing
Fimmtudagar
17:00 – 17:30 Litli kór
17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar
18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.
Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30
Samfélagsmiðlar
Opnunartími
Alla virka daga
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430