• Nýkjörin safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

    18. maí 2022

    Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði var haldinn 17. maí sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem farið var yfir starfsemi safnaðarins frá síðasta aðalfundi og ný safnaðarstjórn var kjörin. Úr stjórn gengu þau Einar Sveinbjörnsson, formaður, Reynir Kristjánsson varaformaður, Unnur Jónsdóttir ritari og Kjartan Jarlsson. Öll hafa þau starfað um langt árabil í stjórn Fríkirkjusafnaðarins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært starf. Nýr formaður safnaðarstjórnar er Vigdís Jónsdóttir, sem margir í söfnuðinum þekkja úr tónlistarstarfi kirkjunnar, þar sem hún hefur bæði sungið með kirkjukórnum og einnig hefur hún við mörg tækifæri spilað á harmonikku af mikilli list. ...

Forsíða2025-06-18T11:31:58+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar 4. febrúar

Boðað er til aðalfundar í Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Fundurinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar að Linnetstíg. Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti: Við byrjum fundinn á heimsókn frá Bryndísi Jónu þar sem hún mun leiða okkur í allan sannleikann um núvitund. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur. Í framhaldi verða svo hefðbundin ...

2. febrúar 2020|

2.febrúar: Sunnudagskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20

Sunnudagaskóli kl.11. Söngur, leikur og uppbyggileg fræðsla. Fríkirkjubandið leikur. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.  Einar Eyjólfsson predikar og er bænin hugleiðingarefni kvöldsins. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.

30. janúar 2020|

26. janúar : Sunnudagaskóli kl. 11

Söngur, gleði og gaman.Við ætlum að tala um góða hirðinn.Hver er það sem gætir okkar og vakir yfir okkur? Gleðibandið verður á staðnum eins og alltaf og nú ætlar hann Gísli Gamm að tromma með þeim.

25. janúar 2020|




Helgihald

Sumarmessur í Garðakirkju

Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.

Safnaðarstarf hefst aftur

í byrjun september!


Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar

17:00 – 19:00 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

17:00 – 17:30 Litli kór

17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar

18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top