Upplýsingar um fermingar og upphaf fermingarstarfs

Fermingarstarfið hefst með kvöldvöku í Fríkirkjunni sunnudaginn 26. ágúst kl. 20. Þar verður kynning á vetrarstarfinu og skráning fermingarbarna. Óskir um fermingardaga skráðar.   Ferðir á Úlfljótsvatn verða síðustu tvær helgarnar í september. 21. til 22. (fös-lau) og hinsvegar 28. til 29. Nánari tilhögun og skipting eftir skólum verður kynnt 26. [Lesa meira...]

17. júní og Fríkirkjan á Austurgötuhátíðinni

Á síðasta ári var Fríkirkjukórinn fjarri góðu gamni á 17. júní en þá var hann í söngferðalagi í Berlín. Í ár tekur hann að sjálfsögðu þátt í Austurgötuhátíðinni í Hafnarfirði og ætlar að syngja fyrir gesti og gangandi Kvenfélag Fríkirkjunnar bakar vöflur og kirkjan verður að sjálfsögðu opin upp á gátt ! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸🇮🇸

Æfingar fyrir fermingar á sjómannadag

Æfingar fyrir ferminguna á sjómannadag  4. júní kl.11.  Athugið breyttan tíma frá því sem áður var auglýst. Æfingarnar verða sem hér segir: Fimmtudagur 31. maí kl.17:30. Á þessa æfingu mæta bara fermingarbörnin og eru þá búin að velja sér ritingarvers. Mæting með foreldrum á sama tíma á föstudag.

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins 24. maí kl. 20

  Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Linnetssíg 4-6.   Dagskrá: Fundarsetning – kjör fundarstjóra og ritara. Fundargerð síðasta aðalfundar. Skýrsla um starfsemina. Skýrsla stjórnar. Ársreikningur 2018. Safnaðarstarf síðasta árs. Starf Kvenfélags Fríkirkjunnar. Starf Bræðrafélagsins. [Lesa meira...]