• Frjáls framlög til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

    26. september 2022

    Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2300 kr. og birtist sem valgreiðsla í heimabanka.   Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn greiða, þurfa að standa undir öllum kostnaði við safnaðarstarfið. Fríkirkjan hefur ekki sérsamninga við ríkið, til viðbótar við sóknargjöldin, líkt og Þjóðkirkjan hefur.   Fríkirkjuna í Hafnarfirði munar sannarlega um frjálsu framlögin frá safnaðarfólki til að sinna því góða samfélagslega starfi sem þar fer fram.   Frjálsu framlögin greiða að mestu viðhald kirkjunnar og hjálpa okkur að halda ...

Forsíða2026-01-13T11:37:13+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Sigurvin Lárus Jónsson til starfa í Fríkirkjunni

Annar prestur Fríkirkjunnar, hún Sigríður Krístín Helgadóttir verður frá um tíma vegna veikinda. Í skarðið á meðan hleypur Sigurvin L. Jónsson og bjóðum við hann velkominn til starfa. Sigurvin Lárus Jónsson er Reykvíkingur að upplagi en móðurfjölskylda hans er úr Hafnarfirði. Sigurvin lauk guðfræðiprófi 2006 og hefur þjónað sem æskulýðsprestur og prestur við Neskirkju og ...

12. janúar 2020|

Kirkjustarfið fer af stað um helgina

Sunnudaginn 12. janúar verður helgihald í Fríkirkjunni á nýlökkuðu og fínu kirkjugólfinu! Sunnudagaskólinn kl. 11. Guðsþjónusta kl.13. Fermingarstarfið hefst á ný. Fermigarbörn og foreldrar beðin að mæta. Hópar A og B hittast svo þriðjudaginn 14. janúar.

9. janúar 2020|

Kirkjan lokuð – starfið framundan

Kirkjan er lokuð um helgina 4. til 5. janúar vegna viðhalds. Sunnudagaskólinn hefst á nýju ári sunnudaginn 12. janúar. Þá hefst líka fermingarstarfið með guðsþjónustu kl.13. Hópar A og B hittast svo þriðjudaginn 14. janúar. Þessi fallega mynd af Frikírkjunni birtist í miðopnu gamlársdagsblaðs Morgunblaðsins. Ljósmynari er Árni Sæberg.

4. janúar 2020|

18. janúar: Sunnudagaskóli kl. 11:00

26. janúar: Messa í beinni útsendingu á RÚV kl. 11:00 – sunnudagaskóli fellur niður.

1. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 11:00

8. febrúar: Sunnudagaskóli kl 11:00

15. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 11:00

22. febrúar: Vetrarfrí

1. mars: Sunnudagaskóli kl. 11:00

8. mars: Sunnudagaskóli kl. 11:00

15. mars: Sunnudagaskóli kl. 11:00

22. mars: Sunnudagaskóli kl. 11:00

29. mars: Fermingar

2. apríl: Fermingar

3. apríl: Samvera við krossinn á föstudaginn langa kl. 20:00

5. apríl: Hátíðarmessa á páskadagsmorgun kl. 8:00

12. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11:00

19. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11:00

26. apríl: Sunnudagaskóli/ferming

Mánudagar

Krílakórar hefjast 19. janúar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

Krílasálmar hefjast 20. janúar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

Fríkirkjukórinn:

18:30 – 21:00 æfing

Fimmtudagar

Barnakór:

Öll börn eru hjartanlega velkomin kl. 17:00 – 17:45. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00
Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top