• Nýkjörin safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

    18. maí 2022

    Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði var haldinn 17. maí sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem farið var yfir starfsemi safnaðarins frá síðasta aðalfundi og ný safnaðarstjórn var kjörin. Úr stjórn gengu þau Einar Sveinbjörnsson, formaður, Reynir Kristjánsson varaformaður, Unnur Jónsdóttir ritari og Kjartan Jarlsson. Öll hafa þau starfað um langt árabil í stjórn Fríkirkjusafnaðarins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært starf. Nýr formaður safnaðarstjórnar er Vigdís Jónsdóttir, sem margir í söfnuðinum þekkja úr tónlistarstarfi kirkjunnar, þar sem hún hefur bæði sungið með kirkjukórnum og einnig hefur hún við mörg tækifæri spilað á harmonikku af mikilli list. ...

Forsíða2025-11-05T14:33:42+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Fjölgar í Fríkirkjunni um 229

Ánægjuleg tíðindi frá Þjóðskrá, en í Fríkirkjusöfnuðinum teljast nú vera 7.199 og hafði fjölgar um 229 frá 1. des 2018. Fríkirkjan í Hafnarfiði hefur því tvöfaldast af stærð frá aldamótum þegar 3.500 voru skráðir í söfnuðinn. Öflugt og gott safnaðarstarf í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á að okkar mati mestan þátt í því að fólk kemur ...

5. desember 2019|

1. desember – sunnudagaskóli og aðventustund kl. 13 í Fríkirkjunni

Fyrsta sunnudag í aðventu verður dagskráin í kirkjunni eftirfarandi: Kl. 11. Sunnudagaskólinn og kveikt á fyrsta aðventukertinu. Við ætlum að syngja saman öll fallegu aðventu- og jólalögin okkar og rifjum upp í leiðinni af hverju Jesú sem fæddist á jólum í Betlehem skiptir okkur svona miklu máli. Svo má ekki gleyma henni Gunnu á nýju ...

27. nóvember 2019|

Jólafundur Kvenfélagsins

Það er komið að því!Hinn árlegi jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður sunnudaginn 1. desember kl. 20:00.Fundurinn verður í Hásölum , safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Dagskráin er með hefðbundnum hætti:Léttar veitingar, skemmtiatriði og hið umtalaða happadrætti með stórglæsilegum vinningum.Happdrættismiðar seldir á staðnum.Björgvin Franz og krakkar úr Tónsmiðju Fríkikjunnar skemmta gestum. Allur ágóðinn rennur til barnastarfs Fríkirkjunnar.Húsið opnar ...

27. nóvember 2019|

24. nóvember – sunnudagaskóli kl. 11

Bangsasunnudagaskóli kl. 11:00.Nú fá uppáhaldsbangsar að koma með í sunnudagaskólann. Við hvetjum líka foreldra og aðstandendur til kíkja inn í skápana og athuga hvort þar leynist ekki einn gamall frá fornri tíð? Rebbi og Mýsla kíkja í heimsókn ogErna,Svana og strákarnir í Gleðibandinu þeir Guðmundur Pálsson, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Örn Arnarson taka á móti ykkur. Söngur, gleði, væntumþykja og ...

21. nóvember 2019|




Helgihald 2025

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og samverustund á aðventu með fermingar – fjölskyldum kl. 13:00 – 14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

24. desember: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00 og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30

25. desember: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14:00

31. desember: Aftansöngur á gamlársdag kl. 18:00

Mánudagar

Krílakórar:

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

Krílasálmar:

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

Fríkirkjukórinn:

18:30 – 21:00 æfing

Fimmtudagar

Barnakór:

Öll börn eru hjartanlega velkomin kl. 17:00 – 17:45. Æfingar fara fram á Reykjavíkurvegi 68

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00
Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top