• Hafnfirðingur ársins, Tryggvi Rafnsson, verður gestur á kvöldvöku

    24. febrúar 2022

    Sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20 verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Viðfangsefni kvöldsins er andleg heilsa og sérstakur gestur verður Hafnfirðingur ársins 2021, Tryggvi Rafnsson leikari. Tryggvi hefur háð glímu við þunglyndi allt frá unglingsaldri og erfiðar lífsreynslur hafa fært honum stór verkefni, sem hafa verið bæði honum og hans nánustu erfið. Hann hefur deilt þessari reynslu opinskátt og saga hans á erindi til okkar allra. Margrét Lilja Vilmundardóttir mun leiða stundina. Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar.

Forsíða2025-06-18T11:31:58+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Fjársöfnun – útsendir gíróseðlar

Við leitum enn á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Framlög sóknarbarna renna alfarið til viðhalds á krikjunni og til að kosta blómlegt safnaðarstarfið hjá okkur. Í ár var leitað vatnsleka sem hefur gert vart við sig úr turni kirkjunnar og niður í ...

13. nóvember 2019|

Í Fríkirkjunni 17. nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11. Okkar frábæra sunnudagaskólafólk og Fríkirkjubandið. Kvöldvaka kl. 20. tónlist og hugvekja. Yfirskrift kvöldvökunnar er: Ekkert að óttast! Texti sunnudagsins er úr Mattheusarguðspjalli: Gefið gaum að liljum vallarins og hvernig þær vaxa...

13. nóvember 2019|

10. nóvember -sunnudagaskóli, útvarpsmessa og Sólvangur

Athugið að ekki verður af áður auglýstri messu kl. 13 ! Sunnudagaskóli kl. 11:00 og guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15:00.Hins vegar var tekin upp útvarpsmessa í Fríkirkjunni í vikunni og hún verður á dagskrá kl. 11:00 á Rás 1 Útvarpi allra landsmanna?✨? Ekki missa af henni! Dásemdarsamvera í sunnudagaskólanum eins og alltaf. Gleðibandið, Edda og ...

7. nóvember 2019|

Safnaðarstjórnarfundur í Fríkirkjunni 31. október

Það var einkar ánægjulegt að fá Kjartan Jarlsson til starfa aftur eftir veikindi í safnaðarstjór Fríkirkjunnar. Hann hefur verið þar með okkur í mörg ár. Kjartan er fluttur á Sólvang og hafði á orði í gær hva gott væri að vera kominn aftur í Fjörðinn. Með honum á myndinni er annar reyndur "Fríkirkjuhundur", Hjalti Jóhannsson.

1. nóvember 2019|




Helgihald

Sumarmessur í Garðakirkju

Sumarmessurnar í Garðakirkju verða kl. 11:00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Sóknirnar eru: Ástjarnarsókn, Bessastaðasókn, Garðasókn, Hafnarfjarðarsókn, Víðistaðasókn og Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messuhaldið skiptist á milli presta, tónlistar- og starfsfólks kirknanna.

Safnaðarstarf hefst aftur

í byrjun september!


Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar

17:00 – 19:00 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

17:00 – 17:30 Litli kór

17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar

18:30 – 19:45 Syngjum saman – Tónlistin er hjartans mál – verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00
Annan þriðjudag í mánuði: Prjónagleði kl. 19:30

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top