• Starfsemi Fríkirkjunnar tekur mið af sóttvarnar takmörkunum

    15. janúar 2022

    Góðu vinir, Næstu vikur verður óhefðbundið starf í kirkjunni okkar á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á messur, helgihald og annað safnaðarstarf í kirkjunni en við munum vera skapandi og streymandi á facebooksíðu kirkjunnar. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja þar inn reglulega. Fríkirkjan í Hafnarfirði er opin virka daga og hægt er að nálgast presta og starfsfólk kirkjunnar í síma og tölvupósti. Við munum leitast við að mæta allri þörf fyrir kirkjulega þjónustu eins og skírnir, hjónavígslur, útfarir og aðrar athafnir eins og takmarkanir leyfa. Sálgæsla og vitjanir í ...

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Fjölgar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Samantekt hjá Þjóðskrá og frétt á síðu stofnunarinnar sýnir að fjölgað hefur um 104 í Fríkirkjunni á rúmlega 1/2 ári, eða frá desember til júlí. Ánægjulegt að fólk leiti til Fríkirkjunnar og fjölgun í söfnuðinum eru skilaboð til okkar um að kirkjan sé að koma til móts við margvíslegar þarfir fólks í trúarlegum efnum, sálgæslu ...

9. júlí 2019|

Sumarið í Fríkirkjunni

Starfssemi í kirkjunni er í lágmarki yfir hásumarið. Heikmsóknir prestanna á Hrafnistu og Sólvang verða þó eins og venjulega. Skírnir um flestar helgar og giftingar. Einar Eyjólfsson er til staðar í júlí, Sigga í fríi, en væntaleg til baka í lok mánaðarins.

9. júlí 2019|

Fjársöfnun – útsendir greiðsluseðlar

Við leitum enn á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Nú söfnum við fyrir lagfæringum eða jafnvel nýju safnaðarheimili, en um þessar mundir er verið að meta bestu leiðir eftir að víðtækt tjón af völdum veggjatítla kom í ljós. Síðast var safnað fyrir ...

4. júní 2019|

Síðasta fermingarathöfnin á sjómannadag

Síðasti fermingarbarnahópurinn gekk frá kirkjunni í sólríku veðri núna á sjómannadaginn. Samtals voru þau 19. Þetta var ellefta fermingin þetta vorið. Fyrsti hópurinn á pálmasunnudag. Við í Fríkirkjunni þökkum frábæran vetur og góð kynni ungmenna sem eiga ekkert nema framtíðina fyrir sér.

4. júní 2019|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top