Bibba

Friðbjög Proppé, sem altaf er kölluð Bibba, átti afmæli sl. sunnudag 6. febrúar.  Bibba er að öðrum ólöstuðum ötulasti kirkjugestur Fríkirkjunnar og hefur sótt Sunnudagskólann í áratugi.  Og nú þegar Bibba átti 67 ára afmæli var að sjálfsögðu sunginn afmælissöngurinn henni til heiðurs.  Á eftir  spilaði hún á  hljómborðið sitt með Fríkirkjubandinu og tóku kirkjugestir vel undir. Sannkallaður [Lesa meira...]

Kirkjukórinn klæddur

Frá því í haust hefur verið unnið að því að endurnýja bárujárnið á kirkjukórnum, skrúðhúsi og inngangnum bakatil.  Hér um árið þegar kirkjan var nánast endurbyggð (1997-98) þótti þessi hluti kirkjunnar heillegur.  En tíminn vann á gamla járninu sem farið var að ryðga. Í ljós kom að viðirnir undir voru mjög heillegir, en fúi reyndar kominn í glugga og vatnsbretti. Smiðirnir okkar þeir Guðjón [Lesa meira...]

22. janúar kvöldmessa og sunnudagaskóli

Næstkomandi sunnudag 22. janúar verður kvöldmessa hjá okkur í Fríkirkjunni kl. 20. Altarisganga og eru fermingarbörn ásamt fjölskyldu hvött til að ganga til altaris. Báðir prestarnir þau Einar og Sigga munu annast athöfnina.   Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 í kirkjunni.